Sælir hugar

Ég var að uppfæra servicepak1 í winxp-inu mínu um daginn og hafði ég heyrt að með þessu þá væri kominn möguleiki á því að uninstalla nokkrum windows pökkum, svo sem IE og MSN 4.7

Ég brá á það ráð að uninstalla msn 4.7 sem fylgdi með winxp, því ég var búinn að ná mér í msn 5.0. En viti menn, eftir að ég tók út msn 4.7 í gegnum “Add or remove program” þá poppar hann stökum sinnum upp í hægra hornið á skjáborðinu enþá….ásamt msn 5.0

Veit einhver um góða leið til þess að losna við msn 4.7 án þess að rugla upp öllu í regestry.