ég var að setja inn þessa útgáfu af winxp um daginn… þetta er náttla update pakki, en ef ekkert stýrikerfi er inná tölvunni þá byður installið um að maður setji í drifið einhvern original windows disk og þá á installið að halda áfram. ég var reyndar ekki með annan disk í höndunum á þeim tíma þannig að ég checkaði ekkert meir hvort þetta hafi virkað.
meira vill ég vita hvernig microsoft checkar hvort maður sé virkilega í námi… nú getur hver sem er keypt þetta og diskurinn er í öllum pökkunum. hérna áðurfyrr þurfti að senda út umsókn ásamt nemendaskírteini og fá þetta svo sent en þá tók tollurinn tvisvar skatt af þessu (bæði fyrir umsóknarpakkana og svo þegar rétti pakkinn var sendur) og það var of dýrt fyrir þá til að það borgaði sig