Ég keypti mér i-pod(10 Gb)
Það er ekki til neinn sérstakur i-pod fyrir windows…þetta er gert fyrir bæði apple & windows, það þarf bara að formata i-podið eftir því hvað þú notar…það er mjög létt að gera það…þegar þú kaupir spilaran þá er hann formataður fyrir apple, það eina sem maður þarf til að breyta því er lítið forrit(fylgir með).
Síðan þarftu firewirekort til þess að tengja hann við tölvuna.(kostar 4.000-10.000 kr.)
Ég lenti í þvílíkum vandræðum með að setja þetta upp hjá mér þó að það er ekki reynslan hjá flestum…Ég hélt að ég væri með win98SE og eyddi þvílíkum tíma í að reyna að fá þetta til að virka, síðan fataði ég að ég væri ekki með SE svo ég ákvað að fá mér windows2000. Þegar ég var búinn að setja það upp virkaði allt án nokkura vandræða…
Síðan fylgir með forrit(MusicMatch) til þess að færa tónlistina/gögnin inn á spilaran…ég prófaði öll forrit sem ég komst yfir og komst síðan að þeiri niðurstöðu að Ephpod er besta forritið til þess að nota þegar þú ert að færa á milli.
Spilarinn sjálfur reynist mjög vel…þæginlegt að stýra honum, útlitið mjög flott og góður í alla staði nema hvað að mér finnst heyrnatólin hörmuleg svo ég keypti mér ný.
Ef þú ert að hugsa um að fá þér i-pod þá mæli ég eindregið með því…Eini gallin við þetta allt saman er að þeir eru frekar dýrir…