Lang best er fyrir þig að nálgast magnara einhversstaðar eða tengja þetta í fermingargræjurnar þínar :) ef þær bjóða upp á að plötuspilari sé tengdur við þær.
Síðan er bara að plögga magnaranum í Line in á hljókortinu þínu og nálgast eitthvað forrit sem leyfir þér að gera einhverja hluti. Ég hef oft og mörgum sinnum gert þetta og nota til þess forrit sem heitir Goldwave sem þú getur náð í á netinu (td á www.shareware.com). Þegar það er uppsett á vélinni skalltu velja upptökugæðin, meiri gæði = meira pláss. Taktu svo nokkrum sinnum upp bara stutta búta til að stilla hljóðið úr magnaranum af þannig að upptakan skili þér sem bestu gæðum. Svo er bara að taka upp…….ekki væri úr vegi að converta síðan yfir í mp3 til að spara pláss.
Ég man ekki hvort að nýjata útgáfan af Goldwave leyfi þér jafnvel að henda þessu beint yfir í mp3 eða hvort að þú þurfir að vera með annað forrit.