Best er að hafa hljóðstyrkinn þannig að upptakan verði mjög skír og tær. Ekki svo lágan að þú þurfir að skrúfa mjög mikið upp í volume þegar þú hlustar á upptöuna og heyrir mikið suð með, og ekki það háan að það komi starx fram bjögun jafnvel þegar þú hlustar á upptökuna á mjög lágum styrk. Best að prófa sig bara áfram með þetta.
Sound Recorder leyfir einungis takmarkaða lengd á hljóðupptöku (man ekki hvort það er 60 sek eða eitthvað annað). Mörg önnur hljóðvinnslu og hljóðupptöku forrit leyfa hinsvegar eins langa upptöku og harðdiskpláss leyfir. Ég mundi mæla með að þú prófaðir eitthvert af forritunum sem nálgast má frá tenglinum sem izelord benti þér á. Ég kíkti aðeins þangað og sá að þar má finna forrit sem hafa engin tímatakmörk f. upptökulengd.
Einnig get ég persónulega mælt með forriti sem ég nota mjög mikið, en það heitir CoolEdit og má fá demo útgáfu af því hér:
http://www.syntrillium.com/