Ég er með Nvidia skjákort (MX 400 minnir mig) með Nview.
Windows 2000 Server og með þetta skemmtilega TV-Out á skjákortinu.
Ég tengi tölvuna stundum við sjónvarpið og það virkar yfirleitt mjög vel.

NEMA núna nýlega, eftir að ég uppfærði í 2000 Serverinn.
Þá get ég séð desktoppinn í sjónvarpinu og allt virðist virka fínt, þartil ég opna Windows Media Player og ætla að horfa á myndband í sjónvarpinu. (þá sést myndbandið á skjánum) en ekki á Sjónvarpinu. kemur bara grár/fjólublár litur í stað myndbandsins. Sem er MPEG.

Eru þetta stillingar eða læsingar í nýjustu driverunum frá Nvidia? eða hvað gæti verið að ?????

kveðja,
kcg