Ég er búinn að vera í smá böggi með IE 6 hjá mér uppá síðkastið. Uppúr þurru,(svo ég best viti) byrjaði hann að koma með það að allir tenglar sem ég smellti á opnuðust bara sem smá blá rönd. Algerlega minimized. Svo ég þarf alltaf að byrja á að smella á miðju takkan til hægri til að fá hann í fullan skjá. Þetta hefur ekkert lagast sama hvað ég hef gert í nokkra daga. Er einvher með gott tip til að losna við þetta? Ég er til í flest nema að reformata, gerði það fyrir 4 mánuðum! Skoðiði myndina sem ég setti link á, svona er þetta hjá mér!
Með þökkum
Bumbuliuz
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3