sælt veri fólkið,
þannig er mál með vexti að ég er að nota ibm ferðatölvu með windows 2000. hún er 700 mhz og 192 mb í minni ásamt 20 gb disk….. það hefur gengið fínt allt í góðu gengi þangað til í fyrradag. tölvan er bókstaflega í orðsins fyllstu hætt að nota minnið. hún skrifar allt út á disk… ég botna ekkert í af hverju. þegar í kíki á á system performance þá sýnir hún engar breytingar í minninu sem er alltaf í lágmarki en bara með því að ýta á start takkann í windows (hvað þá að reyna að keyra upp eitthvað forrit) fær cpu usageið til að hoppa og skoppa í prósentunotkun og nú þegar er tölvan búin að skrifa einhver 3 gb í temp skrár… maður veit ekki alveg hvað er í gengi. ég er búinn að leita að vírusum og defragmenta og scandiska, nota diskcleanup, losa mig við 5 gb af diskaplássi og nota ÖLL NORTON tólin sem mér dettur í hug… ekkert gengur… veit einhver um lausn… plís.. þetta er gjörsamlega að gera mig geðveikann
takk takk
raninn