Ég þurfti nýlega að formatta tölvuna og installa Win Xp aftur í hana. En eftir þetta er talvan orðin svona helmingi hægvirkari en áður. Ég tel mig samt búinn að vera að installa öllum helstu driverum í hana, þ.e. video, audio og móðurborð.
Hún virðist líka eitthvað vera að misnota minnið því ef ég er t.d. að spila tónlist og læt hana vinna eitthvað þá fer hljóðið í algjört rugl! skruðningar og læti.
Ef eitthverjum dettur eitthvað í hug, eitthverjar stillingar (hversu augljósar sem þær kunna að vera) eða eitthvað væri ég mjög þakklátur að sá hin sami gæti deilt því með mér :)