Ég er hér í heimilistölvunni okkar sem er rúmlega 4 ára og 300 mhz… Þegar ég kom heim í gærkvöldi (er í skóla útá landi) sagði mamma mér að það kæmu einhver villuskilaboð þegar maður kveikir á tölvunni, ég myndi kannski lýta á það. Ég gerði það og upp kom einhver villa varðandi brasil.exe. Kannaðist ekki við þetta (og enginn á heimilinu að hafa sótt þetta) þannig að ég hélt bara ótrauður áfram, en komst fljótlega að því að ekki var allt með felldu, ég gat ekki keyrt neinar exe skrár! Downloadaði einhverjum leik fyrir systur mína, ekki hægt að keyra skrána… Keyrði WInMX, forrtið skemmt… Ætlaði á ircið, ekki hægt að tengja, þannig að eitthvað var greinilega að!
Þá ákvað ég að ná í uppfærslur fyrir hinn yndislega Lykla-Pétur og keyra hann í Dos (því ekki er hægt að fjarlægja suma vírusa þegar Windows er í gangi). Það er skemmst frá því að segja að yfir 200 skrár í tölvunni voru sýktar af vírus sem átti rætur að rekja í þessa brasil.exe skrá! Getur einhver frætt mig nánar um þetta?
BTW, nú þyrti ég helst að setja Windowsið upp aftur en nenni því ekki…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _