Eftir þó nokkra umfjöllun um nýjar afritunarvarnir á geisladiskum í fjölmiðlum og á neti og kaffihúsum landsmanna er það almment álit manna á því að þetta sé slæm þróun í þessum málum sérstaklega í ljósi þess að diskar þessir sem eru með afritunarvörn
Spilist hreinlega ekki í sumum geislaspilurum – eftirfarandi frétt er fengin frá mbl.is
“Tússpenni sagður opna afritunarvörn geisladiska
Svo virðist sem að hægt sé að opna afritunarvörn geisladiska, sem hljómplötuframleiðendur hafa læst. Meðal annars er talið að hægt sé að nota tússpenna og skrifa með honum á brún geisladiska til þess að opna þá. Þá er hægt að nota límmiða eða límband og líma yfir öryggisvörn á geisladisknum í sama tilgangi, að því er fram kemur á vefsvæði USA Today.
Segir að hljómplötufyrirtæki eins og Sony og Universal Music hafi framleitt geisladiska, sem búa yfir vörn og kemur í veg fyrir að hægt sé að afrita eða brenna geisladiska, en fyrirtækin halda því fram að ólöglegar útgáfur dragi verulega úr hagnaði í sölu á geisladiskum. Sony hefur meðal annars kynnt til sögunnar tækni sem nefnist Key2Audio, sem vonir standa til að dragi verulega úr ólöglegri fjölföldun á tónlist og ekki síst dreifingu tónlistar á MP3-sniði verði hún almennt notuð. Segir að Sony hafi framleitt um 11 milljónir geisladiska, sem búa yfir afritunarvörn, fyrir Evrópumarkað frá því í haust.
USA Today segir að Reuters hafi fengið geisladisk með Celion Dion, sem nefnist A New Day Has Come og býr yfir fyrrnefndri vörn. Tekist hafi að spila diskinn með því að lita brún hans með tússpenna. Þá er nefnt á spjallrásum á Netinu að hægt sé að nota límband eða límmiða til þess að líma yfir öryggisvörn geisladiska, en slík vörn hefur komið í veg fyrir að hægt sé að spila læsta geisladiska í hörðum drifum tölva. Þá er jafnvel ekki hægt að spila læsta geisladiska í sumum hljómflutningstækjum í bílum, að því er fram kemur á USA Today. Ennfremur eru notendur Macintosh sagðir halda því fram að tölvur þeirra hafi hrunið þegar diskar, sem búa yfir vörn, voru spilaðar í geisladiskadrifi Macintosh-véla.”
OK . ég tók mig til og ætlaði að testa þetta, þannig að ég tók nýja diskinn með Celion dion og á hulstrið var lítil límmiði sem á stóð “will not play in Pc or mac” ok áður en ég myndi fara teipa diskinn og krotann allan út með tússpenna þá ákvað ég að setjann í geisladrifið á nýrri vél og sjá hvað myndi nákvæmlega gerast. Ég bjóst við öllu versta og þar á meðal að stýrikerfið myndi hrynja (miðað við þær sögusagnir sem maður hefur heyrt) en jú hvað viti menn útúr hátölurunum kemur þessi ágætissöngur sönkonunar og diskurinn spilast án nokkura vandræða og ég testa svona ýmislegt skipti yfir á næstu lög og geri þetta nokkrum sinnum og allt bara virkar fínt . Ath ég var að testa þetta á XP home stýrikerfi og eins og ég sagði þá virkaði það bara fínt.
Ég ákvað þá að testa diskinn í annari vél og tók fram vél sem var með windows 2000 og notaði sama geisladrifið og ég var með á XP vélinni – ég setti diskinn í og ekkert gerist - prufaði í gamni að uppfæra allt draslið fyrir stýrikerfið og media playerinn en það bar engann árangur þannig að ég ákvað að prufa að gera mitt löglega öryggisafritun af disknum ef orginal diskurinn skyldi skemmast :) ok ég notaði clone cd beta útgáfu og var það ekkert mál að gera image af disknum og skrifa síðann á annan disk . Ég tók (skrifaða) diskinn og setti hann í windows 2000 vélina þar sem orginal diskurinn virkaði ekki og hva viti menn diskurinn spilaði og prufaði ég þar einnig allskonar æfingar og virkaði hann bara fínt . Ég var nú ekki búinn að prufa að breyta þessum lögum í mp3 til að geyma inn á harðadiskinum svo ég þurfi ekki að slíta út geisladiskinum mínu :) en já ég skal láta ykkur vita hvernig það gengur ef ég kemst einhvertímann í það að framkvæma þá tilraun .
Kv Drési
—————————–