Ég er orðinn soldið hissa á því hve Microsoft lætur Bandarísku ríkisstjórnina og þessi 9 fylki ráðskast með sig, þá á ég við kröfu þessara aðila um að Microsoft taki út úr stýrikerfum sínum Internet Explorer, og það nýjasta er að þeir vilja að MS taki Media Playerinn út líka, hvað kemur næst? taka út Networking components? Direct X ? Language files? hver veit,,
Allavega finnst mér alveg fáránlegt af þessum aðilum að fara fram á þessa vitleysu, það má líkja þessu við að Mercedes Bens væri gert skylt að taka driflæsingar úr bílunum sínum vegna þess að einhverjir aðrir aðilar eru líka að framleiða driflæsingar..
Ok,, við skulum ímynda okkur hvað myndi gerast ef MS tæki bæði Explorerinn og Media Playerinn úr stýriskerfinu, hvað þá? jú, allavega ég þyrfti þá að eyða tíma og peningum í að downloada þessum componentum, (því ekki fer ég að nota Netscape), og hvað þýðir það fyrir mig sem kaupanda stýrikerfisins Windows? jú, ég yrði drullufúll yfir því að þetta skuli ekki vera bara með í kerfinu sem ég var að kaupa, sumir gætu sagt að þeir gætu látið Explorer bara fylgja með á CD disknum og maður gæti ráðið því sjálfur hvort maður setti hann inn, það er rétt, en come on!!! Microsoft framleiðir þetta stýrkikerfi og þeir hljóta að ráða því hvernig það er uppbyggt, enginn neyðir fólk til að kaupa þetta,
Ef samkeppnisaðilar MS eru svona voðalega tæpir þá verða þeir bara að gera það eina sem samkeppnisaðilar eiga að gera,, búa til betri vöru, ekki að hlaupa grenjandi til ríkisins og heimta að stóri vondi strákurinn neðar í götunni verði skammaður bara vegna þess að hann er stærri og sterkari,
Ég man t.d. fyrir nokkrum árum þegar Netscape var miklu betri Browser heldur en Explorer, þá var líka Netscape með yfirburðastöðu á markaðnum, ég var einn harðasti stuðningsmaður Netscape á þessum árum og fólk var farið að hlæja að þessari þráhyggju í mér, en hvað gerðist? Microsoft bætti Explorerinn sinn verulega og skaut þar Netscape mönnum ref fyrir rass, og hvað gerði Netscape? þeir fóru að henda út einhverjum handónýtum Alpha eða Beta útgáfum af Netscape sem engar venjulegar tölvur gátu notað, þar með var ég orðinn Explorer maður,,
Þegar maður notar tölvu sem vinnutæki þá hefur maður ekki efni á að vera eitthvað tilraunadýr hjá fyrirtækjum út í heimi, maður vill að hlutirnir virki, séu í lagi og ekkert múður, þess vegna velur maður besta kostinn hverju sinni,, það má vel vera að eitthvað fyrirtæki búi til betri Media Player en Microsoft, og ég er alveg viss um að það fyrirtæki muni halda markaðnum á því sviði, þar til annar aðili gerir betur,,, þetta er bara frumskógarlögmálið í viðskiptum.
Og svona að lokum, þá veit ég ekki hvort þið vitið hver Simon Spies var, en það var einn ríkasti maður Danmerkur, var með ferðaskrifstofu í mörg ár Í Danmörku, góð saga af þessum náunga, (em var mjög skrautlegur) er að eitt sinn vildi hann fá lóð keypta í Kaupmannahöfn en var neitað um lóðina af borgarstjórn, hvað gerði karlin?, hann sagði að ef hann fengið ekki lóðina þá myndi hann flytja alla sína starfsemi til Svíþjóðar,, í stuttu máli fékk hann lóðina strax því hann og fyirtækið hans borguðu svo mikla skatta að það var farið að gera ráð fyrir honum í dönsku fjárlögunum,,, og hvað heldur Bill Gates frá því að gera þetta í USA?? hann getur leikandi tekið allt Microsoft apparatið og farið með það til Indlands eða Íslands….