Jæja, ég er búinn að glíma við XP lagg vandann í ansi langann tíma, eða u.þ.b. 2-3 mánuði. Vandamálið hefur bara tengst Half-Life og tilheyrandi mod-um (CS, DOD, AHL ofl.).
Hjálp og hjálpleysa á huga.is:
Ég hef reynt ýmislegt sem mælt hefur verið með hér á Huga og efast ég ekki um að þessi ráð hafa dugað fyrir marga en svo hefur ekki verið fyrir mig. Ég hef reynt ýmis Tweak forrit, sett tilheyrand viðbætur við shorcuttin, Náð í update á Windows Update, prófað tweak fyrir skjákortið, uppfært alla hugsanlega drivera og jafnvel lagað 20% internet bandvídd ætlaða Microsoft og fært hana niður í 0% en allt kom fyrir ekki.
Tilraunastarfsemi:
Í lokin datt mér í hug að nota útilokunaraðferðina, þ.e.a.s. að athuga hvort eitthvert hardware, og þá hvaða, orsakaði umrætt lagg. Til þess að gera langa sögu stutta (hún er nú þegar orðin of löng) þá tók ég eftir því að laggið lagaðist þegar ég tók hljóðkortið úr tölvunni. Ég setti hljóðkortið aftur í og skoðaði nú uppsettninguna vandlega og athugaði m.a. IRQ conflict, sem reyndist vera í lagi. Ég prófaði síðan að skipta um hlóðkort og passaði að setja allt aðra tegund í en var fyrir en það reyndist ekki laga vandamálið.
Vandamálið heyrir sögunni til:
Ég endaði með því að laga þetta með því að fara í control panel - sounds & audio devices - Audio flipinn - undir sound playback smella á Advanced - þar smell á Performance flipann og lækka í Hardware acceleration (getur verið mismikið sem þarf) og voila þetta svínvirkaði og laggið er nú úr sögunni hjá mér.
Lokaorð:
Ástæða þess að ég skrifaði þessa grein er sú að ég veit hvað það getur verið pirrandi og svekkjandi að vera með vandamál sem maður ræður ekki við og fólk er orðið þreytt á eilífum spurningum og nöldri þeirra sem eru í vanda. Ég vona að þessi grein hjálpi einhverjum sem enn eru að glíma við “hvelvítis” laggið.
kv.
i.
Greinin er sett á Half-Life og Windows áhugamálin.
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“