IE6 patch og win2k rollup pack - mikilvægt Núna var Microsoft að gefa út plástur fyrir IE 5.01, 5.5
og IE 6. Hann lagar þau öryggisvandamál sem þekkt eru í þessum gerðum vafrarans fræga.

Ég gæti peistað þessu öllu hingað en þar sem það yrði svo stórt að enginn myndi nenna að lesa það ákveð ég að setja hingað urlið.

<a href="http://www.microsoft.com/technet/security/bulletin/MS02-005.asp.">http://www.microsoft.com/technet/security/bulletin/MS02-005.asp</a>

Ég mæli með því að fólk athugi þetta og helst bara að downloada þessum patch, það er greinilegt að hann er mikilvægur því hann er merktur Critical fyrir öll system:

- Internet systems: Critical
- Intranet systems: Critical
- Client systems: Critical

Þetta lokar margar þekktar leiðir til að “krassa” vafraranum gegnum ljóta kóða í vefsíðum og lokar mikið af öryggisholum.

Þar sem ég var að nefna þetta þá ætti að taka það fram að það er kominn “service pakki” frá microsoft fyrir win2k sem kallast Windows 2000 Security Rollup Package 1 (SRP1). Í honum er nokkuð mikið af hotfixes og öðrum pötchum sem eru mjög mikilvægir fyrir tölvuna. Þeim sem er umhugað um tölvuna sína ættu að downloada honum.
Hérna er url á greinina hjá microsoft: <a href="http://support.microsoft.com/default.aspx?scid=kb;en-us;Q311401">http://support.microsoft.com/default.aspx?scid=kb;en-us;Q311401</a>

Enn og aftur þá mæli ég með því að þið downloadað þessum plástrum fyrir windows vélina ykkar.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.