Ég hef verið mikill og lengi virkur notandi af Windows, eða síðan Windows 2.0 kom á markað.
Gífurleg bylting varð þegar Windows 95 kom á markað á sínum tíma, og glás af nýjum möguleikum voru til boða. Start hnappurinn er algjör snilld að mínu mati.
Síðan kom windows 98 sem var nú ekki nein ofboðsleg breyting en það er án efa lélegasta stýrikerfi sem gefið var út frá Microsoft. Endalaus error og mikill tími fór í að setja það inn aftur og aftur. Glás af leikjum sem maður var vanur að stytta stundir yfir virkuðu ekki í Windows 98. Til gamans má geta að á Windows 98 ráðstefnunni þar sem Bill Gates var að kynna beta versionið af 98 hrundi Windows 98 á tjaldinu með skemmtilegum “Blue screen”. Til þess að reyna að bæta fyrir mistökin með útgáfu Win 98, gáfu þeir út Windows SE (second edition) Þar sem bætt voru mörg leiðinleg mistök sem komu fram í fyrri útgáfunni. Þessi útgáfa er að mínu mati mikið stabílari en samt ekkert sérlega spennandi.
Windows ME kom en vakti ekki mikla spennu né eftirspurn. Það er ágætt stýrikerfi fyrir fólk sem kann lítið á tölvur og gott stýrikerfi fyrir nýjar tölvur (sem á eftir að selja). Ekkert sérlega margir nýir möguleikar í því.
Síðan kom Windows 2000. Það fannst mér ekkert nema frábært stýrikerfi. Nánast endalausir möguleikar. Ný tækni NTFS nýtist mjög vel fyrir kerfisstjóra, mjög þægilegir og góðir net-möguleikar, og mjög stabílt. Margir kannast nú við driver vesenið sem kom upp í Windows 2000. Fáir framleiðendur á tölvubúnaði voru tilbúnir í að uppfæra Win 95/98 driverana fyrir allan búnaðinn sinn þannig að margir áttu í mestu basli með að fá mótaldið og hljóðið til þess að virka.
Og svo Windows XP. Kom sá og sigraði, eða hvað??? Að mínu mati er þetta Windows 4 dummies, en ótrúlega stabílt og í raun snilldar stýrikerfi. Mér finnst ávalar hliðar glugga og Start-barsins koma skemmtilega út, það er yndislegt að setja upp heimanet, og Internet-connection-sharing er mjög þægilegt. Um leið og búið er að setja upp ADSL á einni tölvu á heimaneti, þá virkar það í hinum tölvunum líka. Á desktopnum er ekkert nema ruslakarfa, og Windowsið er mjög fljótt að ræsa sig. User loggin er frábært fyrir heimahús og þar sem margir eru um tölvuna.
En nokkur hundleiðinleg vandamál eru í XP. Ef það er ekki nýtt, þá hentu því og keyptu nýtt. Skannerar og Web cam er eitthvað sem þarf greinilega að endurnýja. ENGIR driverar eru til fyrir suman búnað, og munu heldur ekki verða til.
Sum hugbúnaður frá Norton sem ekki er gerður fyrir XP, gerir XP nánast ónothæft. (ég þarf að setja XP upp aftur).
Annars finnst mér XP lofa góðu en það þarf soldinn aðlögunartíma á meðan verið er að uppfæra allt sem gert var fyrir Win 98 og Win 2K. Windows XP er án efa það besta sem komið hefur frá Microsoft.
Mér þykir líklegt að margir eru sammála þessari skoðun minni.
Endilega látið vita hvað ykkur finnst.