Til að spara vinnu fyrir vandamálaleysara, þá er best ef þeir sem biðja um lausnir á vandamálum að íhuga eftirfarandi hlutum:
1. Ef það kemur blár skjár, takið niður ÖLL skilaboðin.
2. Hafið með upplýsingar um stýrikerfi og líka Service Packs ef þið hafið sett þá upp líka.
3. Ef þið eruð í vandræðum útaf driverum eða önnur vandræði sem má rekja til annars búnaðar í tölvunni, reynið að útvega módel númerið af búnaðnum ef hægt er og/eða útgáfuna af driverunum.
4. Takið fram aðrar upplýsingar sem gætu skipt máli, t.d. hvað þið voruð að gera þegar þetta byrjaði eða hve langt síðan.
5. Leitið aðeins í fyrri korkum eftir því hvort einhver annars hefur lent í þessu sama og farið eftir þeim ráðum sem voru gefin.
6. EKKI spyrja aðra um að gefa þér sína útgáfu af forritinu eða serial. Warez er ólöglegt og leiðir til banns af huga.
7. Uppfærðu í nýjustu útgáfur af driverum og þau update fyrir Windows sem þú telur þarft. Verið er að reyna að finna stað svo fólk geti downloadað þessu innanlands en það er ekki tryggt að svo verði.
8. Ekki senda stuttar vandamálabeiðnir sem greinar, það er ekki smá oft sem maður lendir beinlínis í flóði. Ég ætla sem sagt ekki að láta fólk komast upp með þetta heldur senda svar til baka og segja fólki að hætta þessu og það þýðir ekkert að kvarta útaf því.
9. Athugið fyrri korka og hvort einhverjir eru með sama eða líkt vandamál og athugið hvort hægt sé að nýta korkinn til að hjálpa þér. Það er ágætt leitartól vinstra megin á síðunni.
Ef einhverjir spyrja út í vandamál, segjum að lausnin sé 4-5 korkum neðar. Vísið í þann kork sem hefur lausnina og biðjið þann að lesa þessa grein.
Hér eru nokkur algeng vandamál og lausnir sem gætu hjálpað.
Q: Ég fæ bara hljóð og enga mynd eða hvorugt þegar ég spila með Windows Media Player.
A: Þú hefur ekki codecið sem þarf. Náði í DivX af www.divx.com eða athugaðu heimasíðuna sem þú náðir í vídeóið af og athugaðu hvort þú finnur codec.
Q: Ég er hættur að geta opnað skrár
A: Athugaðu hvort tölvan er með vírus. Náðu í eitthvað vírusvarnarforrit og athugaðu tölvuna þína. Síðan er líka ágætt forrit(veit að það eru til betri) sem fylgir Windows sem heitir Scandisk, notaðu það til að athuga harðadiskinn þinn. Þú finnur það með því að fara í My Computer, hægri klikkaðu á drifið sem hugsanleg biluð skrá er, veldu Properties. Þar ferðu í Tools og undir Error-checking, klikkaðu á eina hnappinn sem er þar.
Q: Hvar get ég náði í Windows update-in sem skrár, ég nenni ekki að ná í þetta af netinu í hvert skipti?
A: Það er síða sem hefur slóðina http://corporate.windowsupdate.microsoft.com og er hægt að ná í öll update þar, en update fyrir WindowsXP eru ekki komin ennþá.
Q: Ég er með Windows 2000/XP og tölvan endurræsist sjálfkrafa.
A: Ef það koma tilvik þar sem blár skjár hefði komið, þá restartast hún sjálfkrafa því hún er stillt þannig í default.
Til að taka automatic restart af(samt tilvik sem það gerist samt):
1. Hægri-klikka á My Computer og ýta á Properties.
2. Velja Advanced flipann
3. Ýta á Settings á Startup and Recovery svæðinu
4. Taka hakann af Automatically Restart.
Q: Það kemur NTLDR is missing | press any key to restart villa
A: 1. Endurræsta tölvuna með Windows 9x boot diski sem inniheldur sys.com skránna(er venjulega í boot diskum).
2. Skrifaðu síðan í command prompt “sys c:”
3. Endurræstu tölvuna og byrjaðu síðan aftur að setja upp kerfið aftur.
Microsoft segir líka að það sé líka hægt að laga þetta öðruvísi. Eftir að þú ert búinn að slá inn “sys c:”, þá er hægt að fara inn í Recovery Console og slá inn “fixboot” og þá geturðu haldið áfram að setja upp Windows 2000 þar sem þú varst kominn.
Til að komast í Recovery Console(ef þú vissir það ekki). Þegar þú getur valið um kerfi, ýttu á F8 takkann og þá færðu lista yfir fleiri valmöguleika. Veldu þar Command prompt.
Þótt að sumt af þessu er bara copy/paste frá korkunum, þá er þetta ein besta leiðin til að forðast endurtekningar.