Varað hefur verið við nýjum tölvuormi, sem reynt er að dreifa með spjallforritinu Windows Live Messenger/MSN Messenger. Fram kemur á norska netmiðlinum Nettavisen, að ormsins hafi fyrst orðið vart þar í landi í gærkvöldi en hann hafi breiðst hratt út.

Ormurinn hagar sér eins og margir aðrir slíkir ormar. Notendur fá tilkynningu, að því er virðist frá spjallvinum, um að skoða tiltekna mynd, en í raun er um að ræða tölvuveiru, sem hleðst niður á tölvu notandann og sendir sig síðan áfram til annarra notenda.

Tilkynningin, sem varast þarf, er eftirfarandi: "is that u? http://tuspics.tu.funpic.org/*******?*****.jpg". Stjörnurnar standa fyrir mismunandi heiti á myndinni.