
Microsoft á Íslandi hefur komið því þannig fyrir að nú geta notendur í Bandaríkjunum og á Íslandi kosið þátttakanda í sjónvarpsþættinum Rockstar Supernova í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Til þess að þetta sé hægt þurfa notendur að endurræsa forritið. Þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Ef ýtt er á hann kemur kosningavalmyndin í ljós.
Svo bara að muna að kjósa hann Magna okkar í nótt.