Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.
NIMDA vírus
Nýr ormur sem nefndur hefur verið Nimda dreifir sér nú gríðarlega hratt um internetið. Ormurinn virðist hafa margar leiðir til að dreifa sér, m.a. með tölvupósti, með vafri um síður sem hýstar eru á sýktum netþjóni, og um sýkt netkerfi. Sækið engin skjöl á Netinu sem bera nafnið README.EML eða README.EXE. Við heimsókn á síður sem eru smitaðar af þessum vírus kemur upp gluggi sem býður uppá að notandinn sæki skrár sem bera nöfnin README.EML eða README.EXE. Ef notandi samþykkir að taka á móti þessum skrám þá smitast tölvan og mikil hætta er á að veiran dreifi sér enn frekar og hugsanlega getur hún eyðilagt netkerfi. Það er mjög mikilvægt að notendur sæki alls ekki skrár með ofangreindum nöfnum og opni alls ekki netpóst sem inniheldur skrár með sömu nöfnum þ.e. README.EML eða README.EXE. Þess má geta að pósthús Símans Internet síar allan póst með þessu viðhengjum út, þannig að þeir notendur sem nota pósthús Símans Internet hvort heldur í gegnum vefinn eða póstforrit eru öryggir með póstinn. Þeir verða hins vegar að gæta að sér ef þeir eru að notast við vefpósthús hjá öðrum aðilum og ættu að leita sér upplýsinga hjá viðkomandi um það hvort póstur, sem inniheldur ofangreindar skrár, sé síaður út.