Varað við öryggisbresti í Windows Bandaríska heimavarnaráðuneytið varaði í vikunni við alvarlegum öryggisbresti í Windows tölvustýrikerfinu. Var þetta gert eftir að hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft birti mánaðarlegan lista yfir öryggisbresti í forritum og lýsti nýuppgötvuðum öryggisbresti í Windows sem alvarlegum. Þó er til uppfærsla til að laga þennann galla, og má hana finna með því að smella á tengil neðst í fréttinni.

Microsoft segir, að tölvuþrjótar geti notað sér öryggisbrestinn til að ná algeru valdi á viðkomandi tölvukerfi og koma fyrir forritum eða breyta eða eyða gögnum.

Heimavarnaráðuneytið hvatti alla tölvueigendur, sem nota Windows, að sækja forrit sem á að ráða bót á þessum vanda. Tölvusérfræðingar segja, að öryggisbresturinn sé svipaður þeim og gerði tölvuþrjótum kleift að dreifa MSBlast orminum árið 2003 en sú tölvuveira er ein sú skaðlegasta, sem komist hefur í dreifingu til þessa.

Heimasíða Microsoft

Uppfærslan