Er fylgst með þér? Mig langar að reyna að efna til umræðu um málefni sem snertir okkur öll að einhverju leyti.
Ég var að lesa grein á wired.com í kjölfar hinna hörmulega atburða í Bandaríkjunum, þar var minnst á forrit sem FBI

notar og er kallað í daglegu tali Carnivore (ísl. þýð. kjötæta). Og svo ótrúlega forvitinn sem ég er þá skrapp ég á

astalavista og leitaði uppi vísbendingar sem gætu komið mér á sporið. Og viti menn, ég fékk tvær leitarniðurstöður.

Ég þurfti ekki að lesa lengi áður en ég varð svolítið nojaður, svo ekki sé minna sagt. Ég komst nefninlega að

eftirfarandi:

1. Carnivore er forrit sem er keyrt á ISP neti og monitorar öll samskipti inn og út um um eina eða fleiri IP tölur

(reyndar bara IP tölur á neti ISP aðilans sem Carnivore er keyrandi á hverju sinni). Það þýðir að FBI getur í raun

tíma fylgst með og kallað upp öll rafræn samskipti sem aðilinn/aðilarnir sem verið er að fylgjast með nota. S.s.

vefsíður, tölvupósta, skoðað streymandi efni o.s.frv.

2. Að öllum líkindum eru hlutar Carnivore innbyggðir í Win2k og WinXP

Það sem fær mig til að halda þessu fram er einfaldlega sú staðreynd að EPIC (Electronic Privacy Information Center)

höfðaði mál gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að FBI neyddist til að viðurkenna

tilvist þessa forrits og leggja fram öll skjöl sem það hafði undir höndum sem tengdust hönnun og þróunnar þess. Það

var með mikilli tregðu sem FBI lagði fram þessi skjöl og þó ekki fyrr en að velsvart blek hafði fengið að hylja

megin þorra prentmálsins á þeim. En það sem má þó lesa út úr þessum skjölum er t.d. að: [strikað út, ágiskun

Carnivore] verði hluti af Windows 2000/[stutt yfirstrikun, ágiskun XP] (sjá nánar:

http://www.epic.org/privacy/carnivore/carnivorequestions.html)

—-

Stutt lýsing á sögu Carnivore fyrir þá sem áhuga hafa (útdráttur úr greininni Carnivore í 11. tbl. black.box)

FBI lét byrja árið 1997 að þróa þetta forrit sem þá gekk undir nafninu Omnivore (ísl. þýð. grasæta). Upphafleg

fjárveiting var 900 þús USD. Markmiðin voru einföld, FBI þurfti forrit sem gat fangað SMTP traffík, ákveðins

notanda og prentað út í rauntíma. Forritinu var jafnfram ætlað að fylgjast með innskránningu innhringinotenda.
Forritið var upphaflega hannað og skrifað fyrir Solaris X86 platforminn og var prófað við raunaðstæður á tímabilinu

frá febrúar 1997 og júní 1999. En sökum lélegs vélbúnaðarstuðnings var ákveðið að porta forritinu yfir á NT

platform.

Fljót og vel gekk að flytja forritið yfir á NT og fékk forritið þá nafnið Carnivore 1.2 en hafði þá stækkað og

þróast mikið frá upphaflegum markmiðum en hafði þó enn mikla galla sem lagaðir voru með útgáfu 1.3.4 í júní 2000.

[innsk: Búið er að gefa forritinu nýtt nafn og heitir það í dag DCS1000]

—–

Eftir nokkra umhugsun þá finnst mér þetta nú ekki eins slæmt og í upphafi en mér finnst alveg að fólk eigi að vita

af þessu, því ef windows inniheldur snefil af þessu þá er allt eins víst að FBI getur monitorað vélina þína, og ef

FBI getur það afhverju þá ekki einhver annar.

En hver ætti svo sem að hafa áhuga á að fylgjast með vél einhvers klámhunds á Íslandi?

nojaður,

theXion

tengdir tenglar:

http://www.wired.com/news/politics/0,1283,46747,00.html
http://www.epic.org/privacy/carnivore/foia_documents.html
http://black.box.sk/issue.php3?article=Carnivore.txt&issue=11
http://www.theregister.co.uk/content/1/13767.html