Ég hafði lítið að gera um daginn þegar ég var veikur svo ég googlaði og fann þetta en samt ekki á íslensku sko svo að ég er ekki að svindla eitthvað en já þetta eru svona nokkur ráð fyrir windows XP sem margir voru kannski búnir að sjá fyrir löngu en allaveganna.


Finna sérstaka stafi

Ef þú ert kannski að tala við Danska manneskju bara svona sem dæmi og þér vantar kannski staf sem er ekki á lyklaborðinu þínu þá ferðu bara í All programs ferð svo í Accessories og svo næst í System tools og svo að lokum í Character Map. Þá sérðu fullt af svona skrýtnum stöfum og merkjum sem þú getur valið og copyað og svona.



Opna möppur og forrit bara með einu klikki með músinni.



Í staðinn fyrir að tvísmella á forrit á möppur þá geturu breytt því með því að fara í Start svo í My computer og svo undir Tools menu ýtiru á Folder optionsýttu svo á General tab í dialog box þar sem þú ýtir á Single-click to open an item. Þá ætti þetta að vera komið.




Breyttu útlitinu á músinni þinni (sko á skjánum)


Til að gera svona öðruvísi útlit fyrir músina þína ferðu í Start og næst í Control Panel þá á að koma svona fullt af valmöguleikum og þú velur Printers and Other Hardware og ýttu þar á Mouse. í Mouse ýturu á Pointers Tab-ið uppi og þá geturðu breytt þessu.