Hvað er sfc?
Þetta er tól sem fylgir með Windows 2000/XP. Þetta athugar allar stýriskrárnar þínar, og athugar hvort þær séu eitthvað skemmdar, o.s.frv. Ef tólið finnur skemmda skrá, endurnýjar hún skrána, með því að leita í C:\WINDOWS\system32\dllcache\. Ef hún finnur ekki skrána þar, leitar hún á Windows XP geisladisknum í i386 möppunni (X:\I386).
Þarf ég alltaf Windows XP diskinn?
Nei, þú þarft hann ekki alltaf. Sniðugast, til þess að sfc sé ekki alltaf að biðja þig um Windows XP diskinn, er að afrita i386 möppuna af Windows XP geisladisknum yfir á harða diskinn (C:\). Þá yrði það: C:\I386
Nú þarftu að segja tölvunni þinni að stýriskrárnar séu á harða disknum, en ekki á geisladisknum. Við gerum þetta í tölvuskrásetningunni (e. registry). Farðu í Start - Run og skrifaðu regedit. Finndu svo HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Setup. Finndu svo SourcePath lykilinn og breyttu gildinu á honum í C:\
Endurræstu nú tölvunni þinni. Farðu svo í Start - Run og skrifaðu: sfc /scannow.
Virkar þetta?
Já, þetta virkar. Ástæðan af hverju ég skrifaði þessa grein er sú að þetta hjálpaði mér. Ég átti í vandræðum með tölvuna mína. Í hvert skipti sem ég reyndi að opna möppu í tölvunni, dó explorerinn (explorer.exe) hjá mér. Til þess að gera þetta, þurfti ég að fara í Paint og gera allt í gegnum hann. Þ.e.a.s. afrita skrárnar og allt í gegnum Open í Paint. :lol: En svo gerði ég þetta, og nú get ég opnað möppur og allt. Það þýðir að explorer.exe stýriskráin hafi verið eitthvað skemmd, en sfc endurnýjaði hana. Svínvirkar! :)
Gaui