Hérna ætla ég að tala um mína reynslu í sambandi við vírusvarnarforrit fyrir Windows.
Hverjar eru bestu vírusvarnirnar? Þessu svari er hægt að svara, en engin ein vírusvörn er sú besta í öllum heimi. Eins og ef fólk spyr: Hver er besta vírusvörnin? Því er ekki hægt að svara. Það eru alltaf tvö forrit eða fleiri sem eru best.
Afhverju þarf fólk á vírusvörn að halda? Ja, afhverju ekki? Allir þurfa að hafa vírusvörn til þess að passa að enginn að utan geti hent forriti inní hana sem gæti eyðilagt hana.
Hverjar eru verstu vírusvarnirnar?
Það eru þessar sem maður þarf að kaupa út í búð. Whut? spurjið þið. Það er satt. Þessar varnir sem fyrirtækin búa til, til að selja fólki, þær virka sumar bara í heilt ár og eftir ár þarf að kaupa nýja. Þær eru ótrúlega dýrar og maður eyðir fullt af pening í þær ár eftir ár. Sumir ná sér í þessar vírusvarnir ólöglega og það gerir það ekkert betra. Það sýnir það bara að maður er þjófur og er stelandi forritinu. Þessar varnir virka alveg, en kosta of mikið. Sumar þeirra virka bara ekki neitt.
Hverjar eru bestu vírusvarnirnar?
Það eru þessar sem maður fær ókeypis á netinu, fyrir utan þær sem innihalda leyndan vírus eða adware. Tvær bestu vírusvarnirnar af öllum eru Avast! Antivirus og Antivir Til eru aðrar vírusvarnir sem eru ókeypis og virka fínt. Allir sem vilja vírusvörn skulu fá sér aðra af þessum tveim sem ég sagði frá, því þær eru bestar.