Ok þetta er soldið stolið af Slashdot.org en ég geri ekki ráð fyrir að meginþorri Windows fólks lesi slashdot (ég er nú ekki linux maður sjálfur bara interesting fréttir þarna). En það er frétt <a href="http://slashdot.org/articles/01/07/10/1832231.shtml">hérna</a> sem segir frá því að núna sé Microsoft Messenger kerfið búið að vera niðri í 7 daga og fyrst núna sé Microsoft að commenta á þetta. Og ekki virðist vera nein útskýrint á því hvað sé að eða einhver lausn í sjónmáli (skilst mér).
Þannig að spurningunni sem er varpað fram í enda þessa stuttu greinar þarna er sú hvað nú ef þetta væri eitthvað af .NET pakkanum sem væri niðri. Ég er nú ekki að fylgjast vel með, en eins og ég skil það þá er það þannig að þeir sem eru að nota Office fyrir/með .NET hjá þeim, þá verður þjónustan þeirra að vera uppi til að þú getir notað eitthvað af forritunum þínum. Þar með talið er ekki bara Word eða excel myndi ég halda því Outlook er hluti af offica pakkanum (alla vega 2000) og er ekki ókeypis. Þá geturðu ekki skrifað póst, ekki notað ritvinnsluforrit eða neitt þvíumlíkt af þjónustan þeirra fer niður. Og ef þetta eru vinnubrögðin sem Microsoft mun nota með .NET, að láta fyrst heyra í sér eftir 7 daga niðurtíma og þá mjög óljósa yfirlýsingu sem útskýrir ekki orsökin eða hvort lausn sé í sjónmáli.
Hvað haldið þið? Munu þeir standa við sitt eða nota einokunarstöðu sína til að segja fólki að halda kjafti og bíða af því þeir ÞURFA þetta.