Sælir,

Það var verið að spurju um þetta á korkunum hvaða processum mætti enda í WinME og datt mér í hug að setja upp lista yfir þessa default processa sem eru keyrandi í Win2k. Ég mun sletta alveg rosalega í þessari grein því ég nenni ekki og kann ekki að þýða öll þessi tæknilegu orð yfir á íslensku… t.d. System Tray = Kerfis bakki…. heheheh þetta væri hálf fáránlegt og mundu fáir skilja um hvað ég væri að tala.

Csrss.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Csrss stendur fyrir “client/server run-time subsystem” og er mikilvægt subsystem sem þarf alltaf að keyra.

Explorer.exe (það er hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er skel notandans, sem sér um taskbarið, desktopið o.s.fr.
Þetta er ekki “vital” process og er hægt að enda honum og restarta án þess að hafa nein neikvæð áhrif á stýrikerfið.

Internat.exe (Það er hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er eiginlega óþarfi fyrir okkur íslendingana því þetta sér um að skipta á milli “locales” sem eru stillingar fyrir lyklaborðið… þ.e. Íslenska eða Enska o.s.fr. Ef þú ert með tvö eða fleiri locales á tölvunni þinni sér Inernat.exe um að loada upp “EN” merkið í system tray hjá þér. Þetta “EN” Icon hverfur þegar þessi process er stop.

Lsass.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Lsass.exe er “Local security authentication server” og þarf þetta að vera í gangi því þessi process ber ábyrgð á að “authenticating” notendur fyrir Winlogon service-ið.

Mstask.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er “Task scheduler service” sem sér um að keyra “task” á fyrirfram ákveðnum tímum.

Smss.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Smss stendur fyrir “Session manager subsystem” sem sér um að starta session fyrir notandan. Þetta sér einnig um að keyra upp Winlogon og Win32(Csrss.exe). Eftir að hafa keyrt þessi process þá bíður smss.exe eftir að annað hvort winlogon eða crsss fari niður, ef annað hvort fer niður eðlilega slekkur hún á tölvunni, ef það fer niður óeðlilega lætur hún kerfið hætta að svara (frost/hang).

Spoolsv.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er nú bara spoolerinn sem sér prentun/fax og svoleiðis… þarf nú eiginlega ekki að útskýra neitt hér, en ef þið viljið slökkva á spoolernum þá er það gert í services.

Svchost.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er “generic process”, sem er eins og host fyrir aðra processa sem keyra frá DLL-um, þannig þú getur átt von á að sjá meira en eitt svona process í gangi.

Services.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er “Services Control Manager” sem sér um að starta, stoppa og vera í samvinnu við “system services”

System (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Flestir “system kernel-mode” þræðir keyra sem System process.

System Idle Process (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þessi process er einn þráður á hvern örgjörva sem hefur eitt verkefni sem er að taka yfir örgjörvan þegar hann er ekki að vinna aðra þræði.

Taskmgr.exe (það er hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er process fyrir Task Manager sjálfan

Winlogon.exe (það er ekki hægt að enda þessum process í Task Manager)
Þetta er process sem sér um að halda utan um logon og logoff. Meira til, Winlogon er aðeins virkt þegar notandinn ýtir á CTRL+ALT+DEL.


Mörg proccess sem talið var hér í þessari grein er ekki hægt að enda í Task Manager, það er þá annað hvort hægt að enda þessu í services eða þá með kill.exe, ef þú notar kill.exe sem er í Resource Kit þá gæti kerfið hrunið hjá þér eða valdi einhverju aukaverkunum.

Flicke
————–