Framtíð áhugamálsins Windows Smá umræða um Windows og hina og þessa menn sem elska að hata þetta kerfi.

1. Á áhugamálinu Windows er ætlunin að tala um Windows stýrikerfi, ýmis vandamál sem koma upp í keyrsu og uppsetningu. “Tips’n tricks” og ýmislegt annað þessu tengt.

2. Windows, þótt mönnum líkar betur eða ver, er lang, lang mest notaða stýrikerfi í heiminum í dag . Um eða yfir 90% markaðshlutdeild er nú bara ekkert slæmt. Restin Macos, Linux, Unix og ýmislegt annað eru fín stýrikerfi út af fyrir sig, en eru að stefna á allt annan markað. Mac aðallega á grafíska vinnslu (DPT) og linux/unix á servera markaðinn, þó auðvitað séu verulegar undantekningar.

3. Windows er að mínu mati besta stýrikerfið fyrir venjulegar PC heimilis tölvur, punktur. Hvort sem menn nota 98se eða 2000 þá er þetta það einfaldasta lausnin fyrir þessar tölvur. 95% af notendum mundu aldrei geta notað Linux held ég. Það er allt of flókið fyrir hinn almenna tölvunotenda. Ég hef til dæmis ekki tíma til að stúdera Linux. Hef einu sinni sett það upp og gafst upp eftir fullt af veseni, hehe.

4. Hér eru nokkrir aðilar sem virðast hafa þann eina tilgang að setja út á þetta áhugamál og bögga aðra (crap, popcorn + fl.). Ég mæli með að sett verði upp sía þannig að þeir geti ekki sent inn hingað eða allt sem kemur frá þeim þarfnist samþykkis stjórnenda. Stjórnendur ég mæli með að þið eyðið öllu frá þessum mönnum. Þá hætta þeir þessu og nenna þessu ekki lengur.
Þessir aðilar (crap) giska ég á að sé að keyra á windows en sé svona Linux wanabee.

5. Ég hvet þessa týpísku Linux menn, sem elska að hata Windows, að halda sinni speki á Linux áhugamálinu, nema náttúrulega að þeir séu að aðstoða Windows notendur ;-). Því miður vantar Mac áhugamál sárlega. Það eru ekki færri vandamál sem fylgja MacOs en Windows. Það er bull að MacOs 9x sé stöðugt! Fáir nota MacOs X (osex) enn sem komið er, aðallega vegna hugbúnaðar samhæfnis vandamála. MacOs X er drullu stöðugt að sögn en það er Windows NT/2000 líka!

Ég mæli með að á þessu áhugamáli haldi menn sig á mottunni og sýni mönnum virðingu með sín vandamál.

Ég hef verið að nota Windows 2000 í á annað ár og get staðfest að þetta er það besta sem að PC notendur komast í. Þetta frýs aldrei, er öflugt, styður flestan þann vélbúnað sem til er fyrir PC tölvur á dag. Aftur á móti eru Windows 95/98/me slöpp kerfi sem að menn ættu að halda sig frá eins og logandi eld. Sérstaklega Windows me. Af þessum 16/32 bita DOS byggðu kerfum er Windows 98se skásti kosturinn.

Nenni þessu ekki lengur,
kveðja,
BOSS
There are only 10 types of people in the world: