Xp Pro 64 bita Svona til að segja eitthvað á þessum þræði sem ekkert er að gerast á :) þá langar mig til að spyrja ykkur kæru Hugar ..Er einhver að nota Win XP pro 64 bita útgáfuna ?
Ef svo er …. Finnurðu einhvern mun á tölvunni þinni ? (eftir að hafa verið með XP pro fyrir ?)

Eða ef einhver veit …. að hvaða leiti á þetta að vera “betra” en XpP ?

Ég er búinn að vera að nota þetta í minni vél núna í mánuð eða svo og var áður með Xp Pro
en ég finn engan mun á vélinni ….. ekki neinn. Hún er ekki fljótari að starta sér upp …ekki fljótari að gera eitt eða neitt
ég hef heldur ekki lent í neinum vandræðum með hana sem talandi er um hún er “smooth” en það var hún líka áður en ég setti þetta inn.

Er einhver annar tilgangur með tilveru Win Xp Pro 64 ? en að gera vélina hraðvirkari ?

Vélin hjá mér:
OS Name Microsoft(R) Windows(R) XP Professional x64 Edition
System Type x64-based PC
Processor AMD64 Family 15 Model 12 Stepping 0 AuthenticAMD ~2211 Mhz
CPU Type AMD Athlon 64, 2200 MHz (11 x 200) 3200+


Hlakka til að heyra í ykkur með þetta
Kv
Egill.