Flestir sem að vinna mikið við tölvur vita það að það getur verið mjög seinvirkt að setja upp Windows….

Ekki nóg með það að þegar að Windows uppsetning er búin þá þarf að uppfæra það + alla drivera…

Ég get ekki hjálpað ykkur með drivera en ég get hjálpað ykkur að sleppa service pack uppfærslunum…..

Það sem þarf til verksins……

1 stk Windows XP geisladiskur (löglegur auðvitað)

Nero Burning Rom.
www.nero.com
Isobuster
http://217.172.188.174/system/hardware/cdrom/index.asp

Smá pláss á harðadisknum. (u.þ.b. 1.5 GB)

Service Pack 2 IT Pro útgáfa
http://windows.stuff.is/windows_xp/service_packs/SP2/WindowsXP-KB835935-SP2-ENU.exe

ATH: Þessi grein gæti verið svolítið óskiljanleg þar sem að ég get ekki bætt við myndum…
_________________________________________

Ok það fyrsta sem að þú gerir er að búa til 2 möppur á c:\ drifinu….

T.d.: C:\XPCD og c:\sp2

Síðan afritarðu allt efnið af Windows geisladisknum þínum yfir á c:\xpcd möppuna
og setur síðan service pack skránna beint inná c:\

Ath.: Ekki afrita service pack skránna inn í c:\sp2 möppuna..

Það næsta sem að þú gerir er að af afþjappa innihald service pack skrárinnar inná c:\sp2 möppunar sem að við gerðum áðan…

Þá er opnað command prompt (skipanagluggi)
(start-run-cmd)

Farið á c:\ slóðina…

Skrifaðu windows-xp-kb8395 -x
(nóg að skrifa bara windows-xp og ýta svo á “tab” og skipanaglugginn sér um að fylla restina af slóðinni).

Þá kemur upp gluggi. Þú skrifar svo í hann c:\sp2

Þegar að afþjöppuninni er lokið þarftu að fara í sp2 möppuna.
Skrifaðu svo CD i386\update

Síðan til að blanda sp2 við Windows uppfærsluna skrifarðu svo

update /s:c:\xpcd

Þá keumur upp gluggi sem að sýnir ferlið…
____________________________________________

Því næst seturðu Windows geisladiskinn aftur í drifið og kveikir á ISOBUSTER, velur svo geisladiskinn og ferð í “bootable cd”,
síðan hægra meginn velurðu ‘Microsoft Corporation.IMG’ hægri-klikkar og velur svo EXTRACT.

Þú síðan vistar svo þetta boot image í c:\xpcd möppuna..

Þegar að þessu er lokið kveikirðu á Nero

Þú flettir niður um möguleikana þar til að þú finnur CD-ROM (BOOT)

Í image file velurðu að sjálfsögðu ‘Microsoft Corporation.IMG’.

Síðan veluru ISO flipann. Þar skaltu breyta ‘file name length’ í ‘max. of 31 chars (ISO level 2)’

Einnig skal vera hakað við alla kassanna..

Síðan einfaldlega afritarðu allt innihald xpcd möppunnar og velur nafn á geisladiskinn… Best er samt að halda upprunalegu nafninu….
og svo BRENNA


og VOILA þú ert kominn með 1 stk Windows xp cd með service pack 2!
———-