Íslenskt viðmót Sælir hugar góðir.

Ég hef verið að prufa íslenskaviðmótið á WinXP og það sem ég hef séð af því líkar bara vel. Tel að það geta sett það inn og tekið út sé snild. Þið munið eftir Windows 98 á íslensku sem var hreinasta hörmung. Engir almennilegir reklar og fl. En var reyndar að lesa núna í Frétta blaðinu þetta
(C/P)
Íslenskt viðmót í ágúst

Í byrjun ágúst býðst fólki að uppfæra Windows XP stýrikerfið og Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn með íslensku viðmóti. Er þetta í annað sinn sem hugbúnaður Microsoft er íslenskaður, en árið 2000 komu út íslenskar útgáfur Windows 98 stýrikerfisins og Internet Explorer netvafrans. Þær nutu lítilla vinsælda og þóttu plagaðar af reklavandamálum.

Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir nýju þýðingarnar alveg lausar við slík vandamál. “Þetta byggir á allt annarri tækni og er í raun ekki samanburðarhæft.” Hann segir búið svo um hnútana að nú rekist ekki á viðmót og virkni. Þýðingin er unnin að frumkvæði Microsoft en byggir þó, að sögn Elvars, á góðu samstarfi við stjórnvöld hér.

“Ánægja viðskiptavinarins greiðir þetta á endanum og svo verður þetta vonandi til þess að notendur beri frekar virðingu fyrir búnaðinum og fari síður um hann ófrjálsri hendi,” segir hann, en ekki þarf að greiða aukalega fyrir íslensku útgáfuna. Elvar væntir þess að þýdda hugbúnaðinum verði vel tekið og telur mestu þörfina meðal fólks undir tvítugu og svo aftur yfir sextugu.

(C/P)

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta verði mikið notað eða ekki.

Vonandi spinnast umræður um þetta.