Ég kom á netið klukkan 20:42 og bara allir voru að tala um að MSN Messenger væri að hætta. Ég hunsaði þetta náttúrulega því eins og allir sem eru með eitthvað vit í kollinum myndu vita að Microsoft myndi aldrei hætta með MSN Messenger, ekki nema eitthvað gífurlegt væri á seiði eins og að fyritækið væri að fara á hausinn eða eitthvað í þá áttina.
Fólk hélt áfram að tuða í mér \“IT\'S THE END OF THE WORLD! MSN MESSENGER IS GOING DOWN!! AAAHHH!!!\”. Ég var kominn með nóg af þessari heimsku í fólkinu og fór að útskíra fyrir þeim að MSN Messenger væri ekkert að fara hætta en þar sem þið eruð um það bil 250þús eða eitthvað þá datt mér í hug að birta útskíringuna á netinu.
Jæja, hvað er það svo sem allir eru að fara yfir um af? Það eru þessi orð (getið séð alla fréttina á linknum hér fyrir ofan) \“..hefur ákveðið að loka fyrir frjálsa notkun spjallrása í flestum ríkjum heims þar sem óttast er að barnaníðingar hafi misnotað rásirnar..\”. Okay kommon! Þetta er nú ekki alveg svona flókið að skilja. Þeir ætla loka fyrir SPJALLRÁSIR, 99% af ykkur eru greinilega eitthvað slow, þeir sögðu spjallrásir. Spjallrásir eru rásir í MSN Messenger sem eru svipaðar rásum á IRCinu, með op-um og alles. Til að fara á spjallrás fariði í \“Files>Go To>Chat Rooms\”
Fyrir þá sem eru ennþá slow, þá eru \“spjallrásir\” \“chat rooms\”.
Nú af hverju var þessi mikli misskilningur? Nú því að þið eruð hreinlega heimsk, ég skil ekki hvernig hægt er að miskilja sona lagað, útlensku vinir mínir fóru bara að \“rofl-a\” og \“lmao-a\” þegar ég sagði þeim þetta, ég hélt að Íslendingar væru bestir, við erum greinilega bara þjóð heimsku.
Ég afsaka það hvað ég kalla ykkur oft heimsk og svoleiðis, ég meina ekkert með því, elska ykkur öll ;) ;*
Kær kveðja, Brynjar Harðarson (b1nn1@hotmail.com)