OK mig langar bara til að skrifa smá um ágæti annara vafra en Internet Explorer (héðan í frá IE.
Fyrst er smá saga. Einu sinni var ég eins og margir hérna, sáttur við IE, en svo las ég meira og meira um þessa vafra sem kölluðust opera og mozilla, loksins ákvað ég að ná mér í þessa vafra og prófa (ég hafði áður prófað Netscape og líkaði ekki við hann). Fyrst náði ég í Mozilla, hann fannst mér óþægilegur, sennilega af því að viðmótið er soldið mikið öðruvísi og maður er orðinn dáldið háður Windows og IE, EN svo prófaði ég Opera, um leið og ég opnaði hann í fyrsta skipti var eins og augu min opnuðust með.
Opera er að mínu mati lang besti vafrinn hann er hraðskreiður það er boðið uppá leit í stiku á honum úr algengustu leitarvélinni, Google og einnig er boðið uppá vöruleit á amazon.com og e-bay og auðvitað margt marg fleira.
Það sem ég er að reyna að segja hérna (Innanum Opera dýrkunina) er að það er mjög mikilvægt að prófa nokkra möguleika, ekki bara sætta sig strax við IE vegna þess að hann fylgir með windows heldur prófa t.d. Netscape, Opera og Mozilla.
Þó að mér hafi fallið best við opera er ekki víst að það verið svoleiðis hjá ykkur, mörgum fynnst t.d. mozilla vera miklu betri en það sem að ALLIR ættu að gera er að prófa prófa prófa það er bara hreint út sagt nauðsynlegt