Ég rakst í dag á algjöra byltingu hér á netinu þegar ég var að flétta í gegnum hina sívinsælu Tilveru.is. Það er hlekkur sem
vísar á heimasíðuna www.i-stikan.is.
Þetta er lítil viðbót við Internet Explorer sem gerir leitina á vefnum auðveldari en áður fyrr! Það sem um er að ræða er lítil leitarstika einsog þið kannist kannski við af síðum einsog leit.is og google.com , en það sem er þó frábrugðið við þessa er þvílíkt magn af leitarvélum og gagnagrunnum sem hún er tengd við. Einnig geturu líka stillt hana þannig að hún merki sjálkrafa við leitarorðið á leitarsíðunum sem hún finnur.
Og ekki nóg með það, það er einnig hægt að senda SMS - Skilaboð beint úr stikunni !!! Nú þarf ekki lengur að fara á tal.is eða simann.is til að senda sms, nú er bara nóg að kveikja á Internet Explorer og senda beint úr stikunni.
Og nú hef ég nú bara nefnt hluta af því sem að þessi stórsniðuga viðbót getur gert. Hún býður einnig um á það að þýða frá hinum ýmsu tungumál yfir á ensku. Þú getur meðalannars þýtt beint frá Ítölsku yfir á Ensku.
Nú er einnig líka hægt að bæta við svokallaðari fréttalínu. Það sem hún gerir er að hún birtir nýjustu fréttir í ramma fyrir neðan stikuna. Þegar þú sérð eitthverja frétt sem vert er að skoða þá einfaldlega smelluru á hana, og hún opnast sjálkrafa í nýjum glugga.
Þá er komið að besta partinum. Hún er algjörlega FRÍ !
Engar popup auglýsingar, engar áskriftir, engir óþægilegir aukaverkanir! Þetta er frábært íslenskt framtak og hvet ég
eindregið alla til að ná sér í hana til að auðvelda sér sinn
tíma á internetinu.
Kveðja,
Rúnar Ágúst