Jæja gott fólk. Þá ætla Microsoft að fara að gera okkur tölvutótunum lífið aðeins skemmtilegra með nýja MSNinu sínu.
Nú er ég aðeins búinn að prófa nýjustu Beta útgáfuna og verð að segja að hún er ótrúlega stabíl. Eina sem er að, er að allir servicearnir eru ekki enn komnir í gang.
Fyrir þá sem vilja prófa (og ég mæli eindregið með því) þá getiði nálgast hana hér:
http://www.msfn.org/comments.php?catid=1&id=3212
Hvað er nýtt:
* User Pictures. Leyfðu öðrum að sjá myndina af þér þegar þeir tala við þig. Eða bara hvaða mynd sem er! Það kemur svona lítil myndi við hliðina conversation glugganum. Mjög kúl fítus. Einnig getur þessi mynd verið Webcamtengd ef þú ert með svoleiðis.
* File send sem loksins virkar, þó báðir einstaklingarnir séu bakvið firewall.
* Nokkrir leikir (sem munu verða fleiri fljótlega)
* og ýmislegt fleira.. see it to believe it.
P.S
Þetta er ekki public beta útgáfa en lak út engu að síður. Búist er við að Microsoft gefi út public beta útgáfu mjög fljótlega (þessari viku eða næstu) og menn búast einnig við því að þetta verði orðið final eftir mánuð eða tvo.