
Það tekur frá þér tíma sem þú myndir annars nota til einhvers gagnlegs.
Þetta eru mest pirrandi popup ever.
Ef þú getur ekki komið heim án þess að kveikja á tölvunni og fara beint á messenger þá áttu þér lítið líf.
Messenger skerðir einbeitinguna um 99% ef þú ert að læra eða vinna í tölvunni.
Ef þú pælir í því þá er þetta algjörlega tilgángslaust nema þú sért að vinna með fólki úti í bæ.
Þú græðir ekki neitt á því. Jú, þú getur talað við vini þína. En það er miklu skemmtilegra að fara í heimsókn eða fá einhvern í heimsókn.
Þeir sem hönnuðu messenger stóðu bara fyrir því til að geta auglýst.
Það er auðveldara að brjótast inn í tölvuna þína.
Það er ekki hollt að sitja lengi fyrir framan tölvu. Það getur valdið sjónskejkkju.
Ef þú notar messenger einn klukkutíma á dag í 365 daga á ári ertu kominn upp í 2 vikur samfleytt dag og nótt. Það samsvarar einni sólarlandaferð.
Þetta er tímasóun. Þetta bréf er gert til að hvetja alla til að hætta að eyða öllum tímanum sínum á MSN sem þeir gætu eytt í annað.