Sæl öll!
Nú hef ég verið stjórnandi í fáeina daga, hef verið að lesa mér til um út á hvað þetta gengur o.s.frv. Nú fyrst ég er búinn að því ákvað ég að láta menn vita af því formlega, þeir sem eru glöggir hafa væntanlega séð að nafn mitt hefur bæst við hér neðst til vinstri (listi yfir stjórnendur).
Ég lofaði því meðal annars að verða aðeins duglegri við að svara mönnum á korkunum, endilega skrifið um það sem vekur forvitni ykkar. Þó svo ég hafi ekki háskólagráðu, enn sem komið er, í öllum vísindum þá hef ég töluverða innsýn og mikinn áhuga. Ég svara bara af bestu getu. Svo geta menn bara rabbað um merkilega hluti.
Ég ætlaði líka að reyna að skrifa eins og eina ítarlega grein á mánuði um vísindaleg efni, ég ætla ekki að vera sérstaklega fræðilegur heldur einbeita mér að sögunni og kynna hugmyndirnar (en þá er stundum erfitt að forðast það að vera pínu fræðilegur). Ég hef ákveðnar hugmyndir sjálfur en vildi gjarnan heyra hvað þið hafið áhuga á (allar líkur á að ég hafi áhuga líka en hefur ekki dottið það í hug enn). Auk þess er fræðilegri umfjöllun nokkur takmörk sett, allavega hvað raunvísindi varðar, enda erfitt að sýna stærðfræðiformúlur.
Úr því verður vonandi bætt einn daginn. :D
Jæja, segið mér hvað ykkur finnst og hvað þið viljið sjá breytast. Um að gera að notfæra sér tækifærið meðan stjórnandinn hefur enn þá einhvern áhuga á því sem hann er að gera.
Virkar þessi mynd annars?