Kæri stjórnandi.
Ég kem hér með tillögu sem ég vona að þú íhugir.
Eins og stendur, þá höfum við undir-áhugamálin
Dulspeki, Geimvísindi, Heimspeki og Sagnfræði.
Þetta er allt hið besta mál, því að þetta eru
mjög vinsæl áhugamál meðal notenda, að því er
virðist, og þá sér í lagi Heimspeki og Sagnfræði.
En þá veltir maður fyrir sér: Hvað ef notendur
vilja skrifa grein um stærðfræði, eðlisfræði,
líffræði, íslenska málfræði eða læknisfræði,
svo dæmi séu nefnd?
Ég hef einu sinni skrifað grein um stærðfræði,
og þá neyddist ég til að senda hana inn á
Heimspeki. Af hverju sendi ég hana ekki inn
á yfir-áhugamálið Vísindi og fræði? Jú, vegna
þess að það er vel vitað mál að á yfir-áhuga-
málin fara fáir ef einhverjir og þar hefði
greinin mín fengið mun minni athygli. Þar að
auki fyllist yfir-áhugamálið fljótt af greinum
allra hinna undir-áhugamálanna og greinin
myndi því afar fljótt fara af fyrstu síðu.
Ég legg því til að búið verði til undir-áhugamál
undir heitinu Önnur vísindi eða Önnur fræði.
Þar myndu menn þá geta sent inn greinar um
t.d. stærðfræði, eðlisfræði og líffræði þannig
að greinarnar fái þá athygli sem þær verðskulda.
Gætir þú ýtt undir, að þetta undiráhugamál
verði búið til?
Ég kveð í bili.
Evklíð.