Gleymt lykilorð
Nýskráning
Vísindi

Vísindi

3.056 eru með Vísindi sem áhugamál
3.730 stig
124 greinar
415 þræðir
25 tilkynningar
74 myndir
217 kannanir
7.252 álit
Meira

Ofurhugar

Fimbulfamb Fimbulfamb 224 stig
Calliope Calliope 222 stig
gthth gthth 178 stig
phi phi 140 stig
Medicus Medicus 58 stig
Noproblem Noproblem 54 stig
girlygirl girlygirl 54 stig

Stjórnendur

Poisson dreifing (1 álit)

Poisson dreifing
Siméon Denis Poisson var einstaklega afkastamikill vísindamaður. Lagrange og Laplace voru leiðbeinendur hans og vinir, og hann tók við prófessorsstöðu Fourier þegar hún losnaði árið 1806. Tuttugu og einu ári síðar gaf hann út bók um líkindareikning er varðaði dómsmál. Þar kom fram dreifing sem nefnd er eftir honum: Poisson dreifingin. Hún lýsir líkunum á að fjöldi atburða á gefnu tímabili sé N, þegar tíminn að næsta atburði er óháður atburðunum á undan. Þekki maður meðaltíðnina, þá getur maður reiknað út þær líkur með

P(N=k)= \frac{\lambda^k e^{-\lambda}}{k!}

þar sem meðaltíðnin er\lambda.

Undir lok nítjándu aldar lýsti rússneski hag- og tölfræðingurinn Ladislaus Bortkiewicz fjölda dauðsfalla í prússneska hernum af völdum hestasparks með dreifingunni. Upp frá því var dreifingin innleidd í verkfræði öryggisprófana. Bortkiewicz varð frægastur fyrir einmitt þessar rannsóknir, og einhverjir hafa lagt til að dreifingin verði nefnd eftir honum: Bortkiewicz dreifingin. Framburðurinn er eftirlátinn lesendum sem æfing.

Annað sem fylgir Poisson dreifingunni er barneignaraldur íslenskra kvenna. Bláu reitirnir á myndinni eru tíðni hvers aldurs fyrir sig, en rauðu tíglarnir eru Poisson dreifingin. Meðalaldurinn er \lambda = 29 og til að fá fjölda mæðranna af tilteknum aldri fyrir eitt ár, má margfalda gildið á myndinni með heildarbarnafjölda ársins. Gögn hagstofu sem liggja myndinni til grundvallar ná aðeins upp að fimmtugsaldri, og afgangnum er hópað saman. Gögnin hér ná frá 1971-2010, en þar sem aðeins ein kona yfir fimmtugu eignaðist barn á þeim tíma (árið 2007 - í góðærinu, að sjálfsögðu) er það ásættanleg nálgun.

Hvað er þetta? (4 álit)

Hvað er þetta? Þessi mynd var tekin í New Jersey 31. Júlí 1952, löngu áður en myndbreytingarforrit komu til sögunnar.

Koltvíoxíð (5 álit)

Koltvíoxíð Mannkyn hefur brennt olíu sem nemur um 270 gígatonnum koltvíoxíðsútblásturs síðustu tvær aldir. Þar af hafa um 2/3 verið upp numdir af umhverfinu, líklega mikið til af sjó, sem hefur aukið sýrustig hans. Kolefnið sem við brennum safnaðist upp á nokkrum milljónum alda við loftfirt niðurbrot dauðra lífvera. Megnið af því sem brennt hefur verið hefur verið brennt síðustu tvær aldir, með vaxandi hraða. Í nokkra áratugi hefur átt sér stað umræða um hve lengi þessi auðlind nýtist okkur, og frumkvöðul þeirrar umræðu má sjá hér í myndbandahorninu. Sá maður hét Marion King Hubbert og starfaði sem jarðvísindamaður hjá Shell. Hann spáði því árið 1956 að olíuframleiðsla myndi ná hámarki innan tiltölulega skamms tíma, töldum í áratugum, og framboð á henni myndi skerðast hratt eftir það. Í Norður-Ameríku virðist sá toppur vera hjá genginn, en eigendur olíulinda Arabíu hafa lítið viljað segja um stöðu þeirra.

Miðað við að jarðefnum er brennt hraðar og hraðar má gera ráð fyrir að aflíðandinn á olíuframleiðslukúrvunni verði brattur þegar yfir toppinn er komið.

Nokkur gögn, til gagns og gamans:

How Much of Atmospheric Carbon Dioxide Accumulation Is Anthropogenic?
http://www.strom.clemson.edu/becker/prtm320/commons/carbon3.html

Peak Oil
http://en.wikipedia.org/wiki/Peak_oil

Hrá gögn um koltvíoxíðsmagn í lofti frá Hawaii, elstu samfelldu mælingar slíks af manna höndum, frá mars 1958 til dagsins í dag:
ftp://ftp.cmdl.noaa.gov/ccg/co2/trends/co2_mm_mlo.txt

Hið margfræga sagtennta graf, byggt á þeim gögnum:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Mauna_Loa_Carbon_Dioxide.png

Safnsíða NASA um vísbendingar sem leiða líkur að hnattrænni hlýnun af manna völdum:
http://climate.nasa.gov/evidence/

Aska frá Íslandi (16 álit)

Aska frá Íslandi Öskubólstrar frá Eyjafjallajökli svífa suður yfir Atlantshaf.

Eyjafjallajökull (9 álit)

Eyjafjallajökull Hverjar eru ykkar spár?

Dr. Brian May Ph.D. (3 álit)

Dr. Brian May Ph.D. Þetta er ein besti gítaristi í heim og hann er með doktors gráðu í stjörnufræði.

Fyrsta fótsporið á öðrum hnetti (10 álit)

Fyrsta fótsporið á öðrum hnetti Mér hefur alltaf, síðan ég sá þessa mynd fyrst sem krakki, sýnst fótsporið bungast upp á við. (Svona eggjabakkasjónhverfingadæmi.) Tók svolítið á að sjá það hinsegin. Einhver svipuð reynsla hjá öðrum?

Myndavél Darwins (0 álit)

Myndavél Darwins Fengið héðan: http://www.newscientist.com/gallery/mg20227142000-darwins-camera/1

Þetta var birt vegna bókaumfjöllunar, Darwin's Camera efti Phillip Prodger. Darwin var greinilega meiri frumkvöðull en oft er ætlað, hann virðist hafa lagt grunninn að rannsóknum á tilfinningum og líkamstjáningu sem Paul Ekman hefur gert að mikilli fræðigrein. Líkamstjáning, svo sem þegar við gefum í skyn reiði eða gleði, virðist vera óháð menningu og ráðast af eðlisþáttum sem eru sameiginlegir öllu mannkyninu.

Sólmiðjukenningin (22 álit)

Sólmiðjukenningin Hér er ég að gera grín að þeim sem segja að þróunarkenningin sé “bara kenning”. (Vinsælla á ensku: “Justa a theory”)

Vísindi (1 álit)

Vísindi Fuck yeah!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok