Já, þú ert að skilja þetta rétt, noradrenalín hefur sína eigin viðtaka. Þeir heita adrenoviðtakar (adrenoreceptors) og eru tvenns konar, alphategund og betategund:
http://en.wikipedia.org/wiki/Adrenoreceptor Reyndar virkjar adrenalín þá líka. Svo er að vísu mögulegt að til séu viðtakar sem öll mónóamín virka á, ég bara veit ekki…
Og, já, Wikipedia er snilld, ég nota hana mikið því það er allur fjandinn á henni. Og ennfremur, já, ég er lærð í sálfræði og já, við lærum alls konar svona dót um heilann. Svo var ég reyndar á náttúrufræðibraut í menntaskóla og tók einar 18 einingar í efnafræði eða svo. Ég lærði samt ekkert um boðefni þar…