<i>Á</i> hann að gjósa? Þetta hljómar eins og það sé skylda hans að gjósa :)
En þó hann hafi hingað til gosið á 600.000 ára fresti (sem er btw bara ályktun vísindamanna út frá tilteknum gögnum) þá er ekki þar með sagt að hann muni alltaf gera það framvegis. Kannski er ferlið að breytast og þó hann hafi áður gosið á 600.000 ára fresti kann hann að gjósa núna á 900.000 ára fresti og svo seinna á 1.700.000 ára fresti. Og kannski hættir hann einn daginn að gjósa, eins og eldfjall sem verður óvirkt.
En þetta er reyndar “central” vandamál í vísindaheimspeki og aðferðafræði vísinda: Hvernig réttlætum við aðleiðslu (eða tilleiðslu, e. induction)?<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________