Kannski er ást ekkert eitt hugtak, heldur tvö eða fleiri sem heita sama nafni. Það sem ég er að segja er að kannski er engin ein skilgreining sem nær yfir bæði ást ástfangis kærustupars og móðurást. Svona svipað og það er engin ein skilgreining á hugtakinu <i>leikur</i> sem nær yfir allt sem heitir því nafni. Stundum eru svona hugtök nefnd <i>fjölskylduhugtök</i>, það er að segja, þau eru heil fjölskylda af náskyldum hugtökum sem heita sama nafni en falla þó ekki öll undir sömu skilgreiningu.<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________