síðan er líka til stefna, sem meðal annars Descartes tileinkaði sér og byggði heimspekikerfi sitt á
“Cogito, ergo sum”
sem einfaldlega byggist á því að treysta ekki á neytt, þú efast um allt.
Sú stefna gefur sér ekki þær forsendur að “þú ert með einn stein og síðan með annan stein þá ertu með tvo steina”, svona eins og var verið að tala um fyrir ofan, veruleikinn gæti alveg eins verið blekking ein.
Descartes lagði líka fram þrjár röksemdafærslur fyrir því að guð sé til (ath:, skiptar skoðanir eru um það hvort þær gildi sem sjálfstæðar sannanir einar og sér, eða hvort þær séu aðeins ósjálfstæðar röksemdafærslur):
í stuttu máli sagt:
En hvað er hugsun? hún er hugmynd sem við fáum; fylking hugmynda; ríki hugmynda. En hver er konungur í þessu ríki hugmyndanna? Hver af þessum hugmynda okkar er mest og voldugust? Sú, sem nær hæst og stendur dýpst, hugmyndin um fullkomleikann, hið eilífa og ótakmarkaða, í einu orði sagt: hugmyndin um guð.
“við lifum” segir hann, “en hver er orsök líf okkar?” - Þið svarið og segið, að það séu foreldrarnir. En hver er orsök þeirra? Afar okkar og ömmur, og þannig er hægt að rekja sig frá einni orsök til annarrar,- þangað til að við hljótum að komast til botns í þessari orsakakeðju og komast til hinnar fyrstu orsakar. Og hvað er þessi fyrsta orsök allrar tilveru annað en það, sem við köllum guð? - Allir hlutir eiga sér hina fyrstu orsök. Ergo: guð er til.
Ef við nú skiljum, að eitthvað sé í öllu og nái til alls, þá hlýtur að vera veruleiki í mér og í þér og í öllu öðru. Og nú skiljum við skýrt og greinilega, að tilvera guðs er falin í sjálfri hugmynd okkar um guð: það er að segja guðsvitundin er í sjálfsvitundinni, og þessvegna er jafnaugljóst, að guð er til eins og það, að maðurinn er til."
og síðan lengri útskýring:
“En hvað er hugsun? hún er hugmynd sem við fáum; fylking hugmynda; ríki hugmynda. En hver er konungur í þessu ríki hugmyndanna? Hver af þessum hugmynda okkar er mest og voldugust? Sú, sem nær hæst og stendur dýpst, hugmyndin um fullkomleikann, hið eilífa og ótakmarkaða, í einu orði sagt: hugmyndin um guð. Descartes hafði komist að þeirri niðurstöðu,að sú hugmynd,sem við skildum skýrt og greinilega, væri veruleiki. Ætti þá sjálfur konungurinn í ríki hugmynda okkar að vera blekking ein? slíkt er óhugsandi, segir Descartes og þetta eitt nægir til að sanna að guð sé til.- En er þá ekki hugsanlegt, að þessi hugmynd sé aðeins ímyndun, því að við getum ekki skilið hugmynd skýrt og greinilega, sem er aðeins ímyndun? Descartes segir að þessi hugmynd geti ekki verið ímyndun. Og hversvegna ekki? fyrst og fremst vegna þess, að hugmynd sem er ímyndun er fóstur hugans. Hugur okkar er takmarkaður og fóstur hans þessvegna háð þessum takmörkunum. Hugmyndin um guð aftur á móti er án takmarkana: hún er hugmynd um hið fullkomna, hið eilífa og ótakmarkaða. Ergo: Þessi hugmynd getur ekki verið ímyndun, fóstur hugans. Hún hefur aðeins getað komið frá guði. Ergo: Guð er til. Og descartes hefur aðra sönnun á takteinum…
…”við lifum“ segir hann, ”en hver er orsök líf okkar?“ - Þið svarið og segið, að það séu foreldrarnir. En hver er orsök þeirra? Afar okkar og ömmur, og þannig er hægt að rekja sig frá einni orsök til annarrar,- þangað til að við hljótum að komast til botns í þessari orsakakeðju og komast til hinnar fyrstu orsakar. Og hvað er þessi fyrsta orsök allrar tilveru annað en það, sem við köllum guð? - Allir hlutir eiga sér hina fyrstu orsök. Ergo: guð er til.
Og Descartes setur fram þriðju sönnunina um tilveru guðdómsins: Ef við nú skiljum, að eitthvað sé í öllu og nái til alls, þá hlýtur að vera veruleiki í mér og í þér og í öllu öðru. Og nú skiljum við skýrt og greinilega, að tilvera guðs er falin í sjálfri hugmynd okkar um guð: það er að segja guðsvitundin er í sjálfsvitundinni, og þessvegna er jafnaugljóst, að guð er til eins og það, að maðurinn er til.”
tekið úr: Heimspekingar vesturlanda
höfundur: Gunnars Dal.
Einnig get ég bent þér á heimspeki Tómasar frá Akvínó, hún er mjög fróðleg um þessi mál :)
skv. stærðfræðilegri rökfræði er það sem hvorki er hægt að sanna né afsanna satt, samkvæmt henni er því guð til, ef það hjálpar þér eitthvað.