Þú ert líklega að leita að því hitastigi sem þeir deyja við, þar sem lífverur “bráðna” ekki beint. Gerlar drepast líklega eins og frumur mannslíkamans eftir eitthvað langan tíma við eitthvað hátt hitastig, og því hærra sem hitastigið er því styttri er tíminn. “Saurgerlar” eru ekki beint nákvæmlega skilgreindir, svo það eru örugglega nokkur sótthreinsunarmörk í boði. Ef þú gætir gefið ögn meiri upplýsingar um hvað þú ert að tala um og til hvers gætum við örugglega hjálpað meira.