Tími er afar torskiljanlegur í eðli sínu, en hugmyndin sem ég aðhyllist er sú að tíminn sé ekki til sem fyrirbæri, heldur aðeins skilgreining sem auðveldar okkur að skilja heiminn.
Ef ég beygla blað og læt það liggja einhvers staðar í tíu mínútur, þýðir það ekki að beyglan sem var á henni liggi í fortíðinni.
Hvers vegna þarf tími að vera til?
Einstein m.a. aðhylldist þetta.
Á meðan við tölum um Einstein, rakst ég á athyglisverja tilvitnun, tekna af Wikiquotes:
The fact that man produces a concept “I” besides the totality of his mental and emotional experiences or perceptions does not prove that there must be any specific existence behind such a concept. We are succumbing to illusions produced by our self-created language, without reaching a better understanding of anything. Most of so-called philosophy is due to this kind of fallacy.
Þetta heyrir til speki deisma eða pantheisma ég man aldrei hvort er hvort, en þar sem allt er í rauninni eitt, og það sem þeir kalla “egó” er sú tálsýn sem við sköpum, tálsýnir um að ég og þú séu ekki eini og sami hluturinn.