Nú er einhver Frakki búinn að reikna út hundrað milljarða aukastafa pí í viðbót! Þessa aukningu upp á tæp fjögur prósent afrekaði hann í heimatölvu sinni. Höfum við nú 2,7 trilljónir aukastafa til að miða við í hringreikningum.
Örugglega mjög flott forrit hjá honum, sem ég hlakka til að skoða. En ég vona að fólk haldi ekki að það sé eitthvert gagn í því að þekkja þetta marga aukastafi pí. Titill flestra frétta um þetta efni vísar sérstaklega í fjölda aukastafa, sem er ekki sérstaklega merkilegt, heldur með hvaða hætti þessi niðurstaða er fenginn, á borðtölvu! En það er svo sem ekki hægt að ætlast til að fréttamiðlarnir velti nokkuð vöngum yfir þessu.
Vá … Hver vill eyða tíma í að finna upp lækningu á krabbameini þegar maður getur gert hringreikninga svo nákvæma að það þarf súpertölvu til að nota það? :P
Neinei, þetta er frábært afrek :)
Bætt við 20. janúar 2010 - 00:23 Sérstaklega að hafa gert þetta heima hjá sér! Hvað ætli hann hafi notað?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..