Í tilefni af jólabókaflóðinu sem virðist vera að byrja í flestum bókabúðum langaði mig að spyrja, frekar hér en á /baekur, hvaða bókum þið mælið með, bókum sem tengjast vísindum og er áhugavert að lesa? Þá helst fáanlegar á Íslandi og þá á ensku, þó þið megið auðvitað nefna hvað sem er.
Þá á ég við allt frá bókum með skemmtilegum staðreyndum og upp í bækur um stjörnufræði, athyglisverðar kenningar eða vísindamenn og bara hvað sem er í rauninni! Og líkt og þessi dálkur gefur til kynna, bækur sem falla frekar undir raunvísindi og annað þeim tengt frekar en málvísindi eða “félagsvísindi” nokkurs konar.
Endilega nefnið eitthvað.
Takk (:
Es. Ef það er eitthvað sérstakt myndefni sem þið mælið með, flottir fræðsluþættir eða þess háttar, þá má það auðvitað fljóta með líka!