Aðferð sem Argonne National Laboratory notar til að framkalla örþunna plasmastrauma í kjarnasamrunatilraunum sínum hefur verið tekin upp við framleiðslu framtíðarkynslóða tölvukubba. Við framleiðslu kubbanna þarf að varpa rákum á ljósnæmt efni sem svo eru leystar burt með efnablöndum. Argonne rannsóknarstofan vinnur nú í betrumbótum á plasmavörpun sem er tífalt skarpari en þær aðferðir sem hingað til hafa verið notaðar við tölvukubbaframleiðslu.
Þetta er nýjasta dæmið um það hvernig gríðarstór ríkisstyrkt og alls óviss verkefni geta leitt af sér gagnlegar niðurstöður sem hripa í samfélagið eftir ýmsum leiðum.
Heimild.