Veiða-sleppa menningin er að koma sterk inn á Íslandi (Þ.e. í dýru ánum þar sem útlendingarnir eru aðallega. Íslendingar virðast eiga erfiðara með að hugsa sér að veiða fisk án þess að drepa hann) svo það er hreinlega ekki rétt að fiskur sem bíti á lifi ‘augljóslega’ ekki af.
Það eru mörg dæmi um það að sami fiskurinn bíti tvisvar ef ekki þrisvar á og lifi það ávallt af.
Svo reiknaru einnig með því að fiskurinn líti ekki við þessari ‘fljótandi fæðu’ en málið er að laxinn étur alls ekki neitt í ánni meðan hann er þar, svo hann er greinilega ekki að leita sér að fæðu.
Talið er að þessi litla ‘vera’ sem flugan eða agnið er, angri fiskinn. Árásarhneigð hans hvetur hann til þess að reka þennan óboðna gest í burtu.
Slíkar hvatir liggja oft djúpt í heilanum og mjög ólíklegt að þær séu að fara að þróast úr stofninum. Mun líklegra er að stofninn þurrkist einfaldlega út vegna þessarar tilhneigingar hjá fiskinum.
En mig grunar að þessi tilhneiging hjá honum, að reka burt óboðna gesti, hafi eitthvert þróunarlegt hlutverk sem hlýst meiri ágóði af heldur en tap, svo ég tel ólíklegt að fiskar hætti að bíta á… sérstaklega ef catch-release menningin heldur áfram að ryðja sér til rúms á Íslandi (nema við hættum að selja íslenskum bændum veiðileyfi og einbeitum okkur að því að fá ríka útlendinga :P)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig