ef ég myndi fylla herbergi af eldfimu gasi og labba svo inní það og kveikja á eldspýtu þá myndi eldurinn breyðast út í gasið og það myndi kvikna í öllu herberginu á nokkrum sekúndum
Það kviknar ekki í súrefni af sömu ástæðu og þessi setning hjá þér er röng.
Ef þú myndir
fylla herbergið af gasi þá myndi ekki kvikna í því. Bruni verður þegar súrefni hvarfast (gengur í efnasamband við) önnur efni.
Til þess að gasið brenni þarf súrefni að vera til staðar til þess að blandast við það. Að sama skapi er ekki nóg að hafa bara súrefni, það verður að hafa eldfimmt efni í bland eins og gas, spýtu eða kol
Maður skilur þetta betur þegar maður lítur á efnajöfnu fyrir einfaldan bruna.
Tökum Metan (CH4) sem dæmi.
CH4 + 2[O2] -> 2[H2O] + CO2 + orka
Þarna sést að þegar ein metansameind hvarfast við tvær súrefnissameindir þá myndast tvær vatnssameindir, ein koldíoxíðsameind og afgangs orka sem skilar sér í formi varma sem síðan geislar út í umhverfið (í daglegu tali er það kallað eldur.)
Súrefni eitt og sér getur ekki brunnið og það er varla hægt að tala um að súrefni sé eldfimmt. Það er hvarfgjarnt, þ.e. það gengur auðveldlega í efnasambönd með öðrum efnum (sem er einnig ástæðan fyrir því að málmar tærast og járn ryðgar).
Að sama skapi getur metan, eldfimagasið, ekki brunnið eitt og sér.