Svona þráður birtist á /heimspeki fyrir einhverju síðan, það vantaði svolítið vísindalegan grunn í bæði spurninguna og flest svörin. Það fer svolítið eftir því hvernig þú skilgreinir “þögn” hvort hún sé til eða ekki, því á skammtafræðilegum vegalengdum er svonefnt
skammtaflökt sem veldur örlitlum þrýstingsbreytingum. (Lestu þér til um
Casimir-hrif fyrir nánari upplýsingar.) Þar sem hljóð eins og við skynjum það er bara flökt í þrýstingi er það gott og gilt “hljóð,” og því ekki til neitt sem heitir fullkomin þögn í raunveruleikanum.